Skrítið hvað sumri fer að halla hratt strax eftir Verslunarmannahelgina. Krakkarnir eru farnir að bíða eftir að komast í skólann og manni finnst einhvern veginn orðið kaldara og dimmara á kvöldin (kertin farin að loga).
Síðustu viku höfum við nýtt í alls kyns afþreyingu og haustverk
Grímur frændi kom í gistingu og við bökuðum kleinuhringi – ekki laust við að nýtt æði sé í uppsiglingu í Óttuhæð!
Andrea sótti fyrsta hluta uppskerunnar sinnar í skólagarðinn
Auðvitað var ferskt salat, nýuppteknar kartöflur, ferskur lax og rúgbrauð í matinn (ekki laust við að kötturinn á bolnum hennar Andreu sé farinn að slefa!!)
Arna frestaði leikskólabyrjun um einn dag enn og skellti sér með Pétri afa í vinnuna
Snáðinn átti sigur vikunnar en hann velti sér yfir á magann alveg sjálfur í vikunni
Eftir dágóða stund gaf maginn þó eftir og skilaði hluta síðustu máltíðar upp aftur… það var mjög vandræðalegt!
Gott samt hvað mamma hans er fyndin 🙂
join the conversation