Neonvettlingar

DSC_4595

Allt gengur út á neonliti hjá krökkunum núna. Ég er ekki mikill aðdáandi sjálf – kláraði neonið þegar ég var 10 ára með neongult gel í hárinu og í neongrifflum og skræpóttum neonbol – en sá um daginn á facebooksíðu Prjónafjörs skemmtilega vettlinga fyrir krakka (og fullorðna) úr nýja neon-lopanum. Svo ég smellti í vettlinga fyrir Andreu og Örnu og er feykiánægð með útkomuna.

Uppskriftin að þessum röndóttu er fullorðinsuppskriftin (M/L) en mér finnst hún heldur stór. Andreu finnst æði að vera í svona stórum vettlingum en ég myndi þrengja þá næst um 4 lykkjur (gera 8-10 ára vettlingana). Þessir marglitu eru handa Örnu og prjónaðir í stærð 4-6 ára.

Þær ættu a.m.k. að sjást vel í umferðinni 🙂

DSC_4628

DSC_4591

DSC_4609

DSC_4627

Mynstur: Prjónafjör
Garn: Neon Álafosslopi frá Ístex
Prjónar: 4,5 og 5,5mm

join the conversation

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.