Peysan Þula

DSC_6424

Hér er lopapeysa sem ég var að klára að prjóna á Örnu (5) mína. Hana var farið að vanta nýja peysu á leikskólann og ekki veitir af í þessum endalausa kulda og raka, brrr.

Mikið svakalega er ég ánægð með nýjasta Lopablaðið frá Ístex, nr. 33. Ég veit ekki hvort það er tilviljun en ég féll algerlega fyrir öllum uppskriftunum frá Dagbjörtu í Litlu prjónabúðinni. Þessi peysa, Þula, er ein af þeim. Mig langaði mikið að prjóna hana í gula litnum eins og Dagbjört sýnir hana í blaðinu en Arna bleika samþykkti það ekki og úr varð þessi litasamsetning. Það er samt ekkert meira af bleikum í þessari en kannski nýtur sá bleiki sín meira með hvítum 🙂

Ólíkt flestum lopapeysum (a.m.k. síðustu árin) er tölulistinn ekki heklaður heldur prjónaður. Mér finnst það koma svakalega vel út og gera hana enn gerðarlegri fyrir vikið. Svo var líka svo gaman að prjóna listann!

Stærðin er 6-7 ára, léttlopi á prjóna #3,5 og 4,5

DSC_6430

DSC_6428

DSC_6427

Comments

  1. mjög falleg þessi peysa, mér finnst mun fallegri prjónaðir heldur en heklaðir listar

join the conversation

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.