Niðurtalningar-kartafla

DSC_1397

Fjúff! Það er sko nóg að gera á stóru heimili þessa dagana… próflestur hjá börnunum, sveitaferð á leikskólanum, hjólaferðir í skólanum, fullt af bekkjarafmælum, kveðja kennara, tannlæknaheimsóknir (Andrea með tannrótarbólgu eftir að framtönn brotnaði), vökunætur með litla guttanum… já og ég er ein með þetta allt saman! Eiginmaðurinn farinn í 10 daga til Luxemborgar að keppa í strandblaki á smáþjóðaleikunum

Það er því, eins og gefur að skilja, ekki mikill tími afgangs til að blogga, hvað þá að sinna einhverju til að blogga um!

En eitt sniðugt kom út úr Luxemborgarferðinni, Andrea og Arna gerðu niðurtalningarkartöflu – já, niðurtalningarkartöflu. Þetta gerði mamma handa mér og bróður mínum þegar við vorum lítil og vorum að bíða eftir einhverju spennandi, pabba að koma heim af sjónum með vini sínum, jólunum, afmæli, ferðalagi… börn hafa ekki tímaskin til að skilja “10 daga” en svona sjónrænt svínvirkar!! S.s. pabbi kemur heim eftir 10 daga og svo er að taka einn fána úr á hverjum degi.

Fánarnir eru gerðir úr tannstönglum og svokölluðum washi-tapes, sem eru dásamleg mynstruð límbönd gerð úr hrísgrjónapappír, fást t.d. í A4, Smáratorgi

join the conversation

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.