Pendant Quilt Púðar

DSC_0477

Ég fæ ekki nóg af þessum efnum!

Ég er búin að vera að leika mér með afgangana eftir rúmteppið. Mig hefur alltaf langað til að prófa að sauma Dresden plate blokkir. Ég keypti einhvern tíma sérstaka stiku fyrir þannig blokkir og hélt að þetta væri meira mál. Það kom mér því á óvart hvað það er ótrúlega einfalt og fljótlegt að sauma eina svona blokk. Það er líka svo gaman að ég gerði nokkrar stærðir til að prófa.

Litli púðinn er einmitt prufublokk en hún varð svo falleg að ég skellti henni í púðaver og utan um púða sem ég var búin að eiga heillengi inn í skáp (ég fékk næstum lungnaþembu þegar ég dustaði púðann, það þyrlaðist svo mikið ryk upp úr honum hahaha). Ég nennti ekki að gera sérstakt púðaver sem hægt væri að taka af heldur saumaði ég verið bara beint utan um púðann. Ég verð þá að taka bindinguna af fyrst ef ég ætla að losa verið af til að þvo það 🙂

Ég lagði aðeins meiri vinnu í stærri púðann, stakk blokkina og saumaði hnappagöt aftan á svo ég gæti þvegið utan af púðanum.

DSC_0446

DSC_0439

DSC_0492

DSC_9337

DSC_9342

Hér er svo enn einn púðinn í vinnslu, ég á enn smá eftir af afgöngum og ætla að prófa að gera Log cabin blokk eða pappírssaumaðar fjaðrir sem ég sá á netinu um daginn, kemur í ljós.

DSC_1092

DSC_0950

Hafið það gott í sólinni!
Berglind

Mánaðamyndir

12 mánuðir

Í tilefni þess að Dagur litli varð 14 mánaða 2. júní langar mig að setja hér inn samsetta mynd af öllum mánaðamyndunum sem ég tók af honum 2. hvers mánaðar í hverjum mánuði fyrstu 12 mánuði ævi hans.

Það er alveg magnað hvað við stækkum mikið og þroskumst þetta fyrsta ár lífs okkar og ekki skrítið að við þurfum að sofa meirihluta dagsins.

Þessi elska gengur nú um allt á sínum völtu litlu fótum, þangað sem hin eðlislæga forvitni hans og dugnaður ber hann. Lítið ljós sem alltaf er brosandi og svo ríkur af stórum systkinum sem endalaust geta haldið á honum og leikið við hann. Sannur gleðigjafi hér á ferð 🙂

DSC_0565

 

Jarðaberjateppi

DSC_0325

Arna litla jarðaber er búin að fá teppið sitt.

Sniðið heitir Strawberry Social (frá Pattern Basket) og fæst á Fat Quarter Shop. Það er saumað úr bútum sem koma héðan og þaðan, flestir frá Tilda línum og Walk in the Woods línunni frá Aneela Hoey.

DSC_0324

DSC_0320

Ég mæli algerlega með þessu sniði, það var svo gaman að sauma jarðaberin. Græni hlutinn kemur á óvart en þar er notuð aðferð sem ég hef ekki prófað áður, maður sker og saumar og sker og saumar og allt í einu birtast jarðaberjablöðin!

DSC_0322

Arna fékk að velja efnið í bakið sjálf en þar sem ég tímdi ekki að kaupa tvisvar sinnum breiddina bætti ég aðeins efnum við miðjuna… mér finnst það persónlega koma skemmtilegar út og gefa teppinu ákveðinn sjarma 🙂

DSC_0693

DSC_0703

DSC_0704

DSC_0709

P.s. Ég var að leita að myndum af Walk in the Woods línunni þegar ég rakst á þetta fallega handavinnublogg, ákvað að deila því með ykkur hér.

Dottin í það græna

05-28 - 14

Drottinn minn hvað ég get verið manísk stundum!

Pabbi og mamma eru með frekar græna fingur, pabbi veit fátt dásamlegra en að gramsa í mold með berum höndum, hreinsa beðin og slá grasið. Ég ólst upp við gasalega fínan garð sem þau hönnuðu sjálf og hvert strá var skipulagt. En mikið fannst mér þetta allt saman óspennandi og þegar ég heyrði í sláttuvélinni hjá pabba fékk ég fjörfisk í augað. Ég hefði aldrei látið mér detta í hug að ég fengi áhuga á garðvinnu!

En aldrei segja aldrei! Síðustu ár, sérstaklega eftir að við keyptum húsið okkar með garðinum sem því fylgdi, hef ég orðið grænni og grænni og þar sem ég geri aldrei neitt að hálfu leyti er nú svo komið að ég er farin að forsá ýmsum fræjum og áður en ég vissi af var ég fyrir tveimur vikum komin af stað með 15 tegundir af grænmeti!!

Hér er mynd af öllum fræpokunum… hvítt hnúðkál, rautt hnúðkál, rósinkál, klettasalat, basilika, minta, kóriander, tómatar, radísur, gulrætur, lavender blóm (má m.a.s. borða þau), vorlaukur, ertur (grænar baunir) og svo erum við líka komin með kartöflur, hvítlauk og rauðlauk….

10264317_10203689638099678_3391575966852241051_n

Ég er búin að setja erturnar og tómatana í potta og svo keypti ég þessa sniðugu potta undir kryddjurtirnar. Þeim má stafla upp í allt að fimm hæðir. Ég er líka búin að forsá hnúðkáli og rósinkáli sem eiga að fara út í beð í sumar. Næsta verk verður að fá kerru af mold og planta úti á palli í sérstökum ræktunarpokum restinni. Ég á örugglega eftir að drepa ykkur með myndum af hægt vaxandi grænmeti ef vel tekst til í sumar 🙂

14. maí: ertur, tómatar, basilika, kóríander, lavender og minta komin í potta. Hvítt og rautt hnúðkál og rósinkál komin í potta til forsáningar:

Ertur

05-14 - 1-2

05-14 - 2-2

Tómatar

05-14 - 6

Lavender í útipotti, setti líka í pott inni

05-14 - 5

Hvítt og rautt hnúðkál og rósinkál komið í forsáningu

05-14 - 3-2 05-14 - 4

17. maí: forsáðu fræjin byrjuð að kíkja upp, tók ekki nema þrjá daga!

05-17 - 3

05-17 - 1-2

05-17 - 2

28. maí (í dag): það sprettur allt upp á “ógnarhraða” – þarf að fara að “prikla” kryddjurtirnar, þ.e. grisja þær 🙂

05-28 - 1

05-28 - 2

Rautt hnúðkál (f. neðan)

05-28 - 5

Tómatarnir

05-28 - 16

05-28 - 15

Erturnar

05-28 - 14

Kryddjurta- og lavender pottarnir, talið að ofan og niður: Lavender; basilika, kóríander og minta

05-28 - 7

Kóríander

05-28 - 13

Mintan, pínulítil að kíkja upp úr

05-28 - 12

Arna alsæl með árangurinn

05-28 - 6

Annað sem mig langar líka til að sýna  ykkur er þetta stórkostlega sólblóm. Arna litla plantaði fræji á leikskólanum í vikunni fyrir páska. Eftir páska kom hún svo heim með blóm sem stóð um 10 cm upp úr afskorinni léttmjólkurfernu (var svo vitlaus að taka ekki mynd af því). Fljótlega fór blómið að vaxa á ógnarhraða (enda stofan eins og gróðurhús með þessum stóru suðurgluggum) og við fórum að umpotta og kaupa stærra prik til að styðja steratröllið! Það liðu ekki nema 2-3 vikur í viðbót og við urðum að kaupa enn einn stærri pottinn og enn lengra prik…. aðeins 5 dögum síðar varð ég að kaupa ENN lengra prik og nú er svo komið að blómið stendur rígmontið í stofunni, orðið rúmur metri á lengd og blómahausinn er byrjaður að myndast. Arna talar við blómið á hverjum degi en þarf núna tröppu til að sjá það. Við umgöngumst blómið líka eins og fimmta barnið á heimilinu, nærum það andlega og líkamlega og gætum þess dag og nótt… allt saman afar spennandi 🙂

Blómið kom til okkar af leikskólanum 28. apríl (var um 10 cm hátt), því miður gleymdist að taka mynd.

14. maí, búin að umpotta einu sinni og kaupa eitt nýtt og hærra prik:

05-14 - 1

05-14 - 2

05-14 - 3

17. maí, búin að umpotta aftur og kaupa enn stærra prik, blómið komið af saumavélaborðinu og niður á gólf:

05-17 - 1

28. maí, búið að kaupa ENN stærra prik (vonandi það síðasta) og blómið farið að mynda blómahausinn, Arna alsæl!! 🙂

05-28 - 1

05-28 - 2

05-28 - 3

05-28 - 4

Rúmteppi

DSC_9608

LOKSINS er ég búin að setja bindinguna á rúmteppið okkar!!!

Saga þessa teppis er orðin vandræðanlega löng. Haustið 2011 byrjaði ég að sauma teppið. Ég saumaði það í skorpum þar til það var tilbúið haustið eftir, 2012. Þá tók Halldóra hjá Stjörnuspori teppið og stakk það fyrir mig. Ég ákvað að vera ægilega sniðug (sem ég reyndar var!) og klára að útbúa bindinguna fyrir teppið áður en ég fór með það í stunguna. Halldóra stakk teppið alveg ótrúlega fallega og var búin með það í október 2012. Síðan hafa teppið og stök bindingin legið til hliðar og ekkert gerst meir.

DSC_9616

 

DSC_9624

Þegar tiltektinni á saumaherberginu lauk um daginn ákvað ég að nú væri þetta komið gott enda hjónarúmið búið að bíða lengi eftir teppi. Það tók nokkur kvöld að sauma bindinguna á enda var hún rúmir 10 metrar! — Nýju Clover klemmurnar komu þó að góðum notum og ég get mælt 110% með þeim. Þær eru alger snilld! Anna gaf mér þær þegar hún kom í heimsókn vorið 2013 en ég er búin að frétta af þessum klemmum til sölu hjá Storkinum á Laugavegi, sel það ekki dýrara en ég keypti það 🙂

DSC_8880

DSC_8892

DSC_8886

DSC_8891

Efnin í teppinu eru frá Joel Dewberry, blanda úr nokkrum línum frá honum. Ég keypti efnin fyrir löngu hjá Fat Quarter Shop en ef þið hafið áhuga á líkum efnum þá sendir þessi hönnuður reglulega frá sér línur sem allar eru hver annarri fallegri. Sniðið er líka frá honum. Það heitir Pendant Quilt og var frítt á bloggsíðunni hans. Þegar ég kíkti inn áðan var eins og hlekkurinn virkaði ekki en ég fann aðra síðu hér sem býður manni að hlaða því frítt niður.

DSC_9628

Teppið kemur vel út á rúminu og ég er byrjuð að sauma utan um nokkra púða úr afgangsbútunum, set inn myndir af þeim síðar

Berglind

Patchwork Please! Nálapúði

DSC_9385

Öðru hvoru koma út bækur sem verða svona uppáhalds. Bækur sem hægt er að fletta og skoða endalaust — eigulegar fyrir þær sakir að mann langar að sauma allt upp úr þeim (og eiga öll efnin í þeim!). — Patchwork Please! eftir Ayumi Takahashi (segið það hratt!!) er svo sannarlega ein þessara bóka. Hún kom út árið 2013 og þar sem ég fylgist alltaf með blogginu hennar Ayumi (Pink Penguin) var ég búin að forpanta hana, þurfti því að bíða nokkuð lengi eftir henni en það var svo biðarinnar virði.

DSC_9362

Ayumi er mikil pappírssaums-kona (foundation paper piecing) en ég hef ekki saumað mikið með þeirri tækni, í rauninni bara íspinnan sem er einmitt snið af bloggsíðunni hennar. Hér er svo næsta tilraun mín, nálapúði úr bókinni, algert krútt! Ég fann líka fínt kennslumyndband í svona pappírssaum á Youtube.

DSC_9387

Góða helgi

Berglind

 

Saumatöskur

DSC_9243

Ég var búin að lofa að sýna afrakstur síðustu daga í vikulok og hér er það fyrsta sem ég er búin að klára í vikunni (búin að bíða doldið spennt eftir að sýna þessar).

DSC_9271

Þessar töskur geta verið saumatöskur, pennaveski, snyrtibuddur eða hvað sem er en nákvæmlega þessar hérna eru saumatöskur (m.a.s. lítill nálapúði í öðru ystu hólfanna).

DSC_9273

Ég sá þessar töskur fyrst á einu af mínum uppáhaldsbloggum, Crazy Mom Quilts. Þetta var svona “VERÐ að gera svona” augnablik 🙂 — svo ég dreif mig yfir á síðuna þar sem hægt er að kaupa sniðið og vá hvað ég elska þessi pdf snið… þau eru komin í tölvupósthólfið innan nokkurra sekúndna og maður getur strax hafist handa.

DSC_9290

Ég hélt samt aðeins í mér og tók efni í töskurnar með í saumabústaðinn með Gleðituskunum. Ég komst langt með þær í bústaðinum en síðan kom ég heim og trylltist í saumaherberginu. Þær hafa því legið út í stofuhorni greyjin og beðið eftir því að ég tæki þær aftur upp til að klára þær.

DSC_9276

DSC_9283

Ég er svo ánægð með þær að ég er búin að kaupa nokkra rennilása í viðbót og er byrjuð að skera í fleiri svona skjóður. Þessa rauðu ætla ég að eiga sjálf en Andrea fékk að velja og valdi þá bláu. Það er alveg ótrúlegt hvað kemst mikið dót í töskurnar — mín leysir nánast af hólmi stóra ál-saumaboxið mitt!!

DSC_9253

DSC_9303

Vonandi verður svo almennilegt ljósmyndaveður á morgun því þá ætla ég að taka myndir af næsta verkefni

DSC_9310

DSC_9312

Eigið góðan föstudag (og svo er aftur komið frí!)
Berglind

Vorhreingerning

DSC_9076

LOKSINS er ég búin að taka saumaherbergið í gegn!!

Vá! Ég hélt þetta yrðu svona tveir til þrír dagar en NEI!!! ÞRJÁR VIKUR takk fyrir… ég er ekki viss um að ég hefði byrjað á þessu ef ég hefði vitað það fyrirfram hve mikil vinna lægi í þessu EN jesús Pétur hvað herbergið er orðið dásamlegt (aftur)!!

Það fóru fjórir svartir stórir ruslapokar út úr herberginu og ég get ekki með nokkru einasta móti skilið hvernig innihald þeirra komst fyrir (nema kannski á gólfinu í pokum, körfum, pökkum og pinklum, hóst hóst). Að auki fór sem nemur þremur svörtum pokum í viðbót í Góða hirðinn, Ljósið, skólann hjá Andreu og Davíð og í leikskólann hennar Örnu. Nú get ég andað léttar í herberginu því það er búið að þrífa hvern einasta krók og kima (ég þreif næstum því hverja nál!!) og ég er ekki frá því að sálin sé hreinni (það er svo sáluhreinsandi að losa sig við dót öðru hvoru) 🙂

DSC_9107

DSC_9108

Enn einn ávinningurinn við að hleypa tiltektar-hvirfilbyl inn til sín er að nú er ég orðin full af innblæstri og andagift og langar helst að dvelja í herberginu öllum stundum að sauma og sauma og sauma. Það eru fullt af verkefnum komin undir nálina og verður afraksturinn birtur hér í vikunni.

Þangað til, nokkrar myndir úr herberginu

Gleðilega páska!

DSC_9109

Afgangakassarnir

DSC_9110

DSC_9134 DSC_9136

Þessi bóka-/tímaritahilla leysti mikið pláss-vandamál. Fæst í Línunni.

DSC_9106

DSC_9077

DSC_9081

DSC_9092

DSC_9083

DSC_9085

DSC_9096

DSC_9093

Hörefnin mín:
DSC_9098

Andrea fékk eina hillu líka undir efnin sín og saumakassann 🙂

DSC_9100

DSC_9090

Þennan fallega espresso bolla fékk ég að gjöf frá Íslenska bútasaumsfélaginu þegar ég hætti í stjórninni

DSC_9091

Þessa skemmtilegu skó fékk ég frá eiginmanninum í jólagjöf um árið eftir að ég hafði séð þá á enskri 60’s blogsíðu — Þeir fara sko ekki í skóhilluna, hver segir að það megi ekki skreyta með skóm og efnum? 🙂

DSC_9087

DSC_9073

 

Marsmánuður

Ja hérna, næstum mánuður síðan ég setti efni á síðuna!

Ég er búin að eiga svakalega góða en afar afar upptekna daga undanfarið. Hér er brot af því sem ég hef verið að gera, ég blogga svo betur um hvert fyrir sig síðar. Hvar skal byrja?

Við fórum í helgarferð til Berlínar um miðjan mánuðinn. Ég ELSKA Berlín. Búin að koma þangað tvisvar og á eftir að sjá og skoða svo margt til viðbótar. Gott að eiga eitthvað eftir 🙂

DSC_7837

DSC_7852

DSC_7838

DSC_7910

Helgina eftir Berlín var komið að árlegri sumarbústaðaferð Gleðitusknanna (saumaklúbbsins míns)

DSC_8088

DSC_8043

DSC_8045

Þegar ég kom heim úr bústaðinum með allt dótið mitt (það er nú ekki aldeilis lítið sem ein kona þarf með sér af dóti, eins og maður verði uppiskroppa með verkefni!) gat ég ekki hugsað mér að ganga aftur frá því inn í saumaherbergi. Herbergið var orðið gjörsamlega yfirtroðið af drasli og ryki svo í staðinn fyrir að ganga frá dótinu mínu einhvers staðar fékk ég kast og henti öllu út úr herberginu, ýkt glöð með að nú skildi svo tekið til hendinni!! Ég var ekki lengi að sjá eftir þessu, haha… en það breytir því ekki að í þessa vinnu þurfti að fara! Dótið hefur meira og minna setið á ganginum síðan því það virðist eiginlega aldrei vera almennileg stund aflögu til að klára þetta verkefni. Hugsunin um fallegt hreint og fínt saumaherbergi og að setjast niður og taka fyrsta sauminn heldur mér þó gangandi… nú skal sko hent og hreinsað, skúrað og skrúbbað!! Set inn myndir þegar ég verð búin 🙂

Saumaherbergið tekið í gegn

Síðustu helgi fórum við Andrea mín til Neskaupsstaðar. Þar var haldið Íslandsmeistaramót í Krakkablaki, 3. og 5. flokkur. Andrea og hinar stelpurnar í Stjörnunni gerðu sér lítið fyrir og sigruðu sinn flokk (4. stig) og urðu taplausar, Íslandsmeistarar. Ekkert smá skemmtileg helgi hjá okkur mæðgum! Veðrið á Neskaupsstað (var að koma þangað í fyrsta sinn) var líka sjúklega gott!! Þvílík fegðurð þarna!

DSC_8388

DSC_8390

DSC_8275

Og þá er það vikan framundan, Dagur litli verður lítill afmælisDagur 2. apríl, 1 árs gamall — mér finnst hann auðvitað hafa fæðst fyrir korteri!

DSC_6446

Krummapeysa

DSC_7573

Það er þó nokkuð síðan ég bloggaði síðast — var upp í bústað — en ég hef ekki setið auðum höndum.

Þessa peysu kláraði ég þó nokkru áður en ég fór í bústaðinn en beið með að ganga frá endunum þar til ég kom þangað. Síðan skolaði ég úr henni eftir að ég kom heim og nú er þetta mest notaða útipeysan hans Dags.

DSC_7564

Ég hef fetað í fótspor margra prjónakvenna (og manna örugglega líka) sem hafa prófað að skipta út létt lopanum fyrir lamaullina frá Strikkebogen sem fæst í Litlu prjónabúðinni. Þessi ull er undursamlega mjúk og stingur ekki eins mikið og lopinn (finnst mér a.m.k.). Annars finnst mér lopinn alltaf æðislegur en bara allt öðruvísi og gaman að breyta aðeins til. Það er líka þessi fallega matta, úfna áferð á lamaullinni eins og létt lopanum og ullin fæst í mörgum litum hjá Litlu prjónabúðinni.

Annars fórum við Arna um daginn í Virku og hún fékk að velja sér flónelefni í bakið á jarðaberjateppinu sínu. Best að drífa sig að stinga það! Svo er ég núna að prjóna röndótta peysu á Andreu úr tvöföldum plötulopa, set inn myndir þegar hún verður búin. Ég er líka að klára að sauma allar joggingbuxurnar á Örnu og Dag. Arna er byrjuð að nota fyrstu buxurnar og er hæstánægð með þær. Oh, ef ég gæti nú bara prjónað með tánum og saumað í höndum á sama tíma!!

DSC_7560

Snið: Krummapeysa eftir Dagbjörtu hjá Litlu prjónabúðinni
Bók: Saumaklúbburinn, Stóra prjónabókin og svo fæst uppskriftin hjá Litlu prjónabúðinni
Prjónar: 4,5 mm og 5,5 mm
Garn: Lamaull frá Strikkebogen (fæst hjá Litlu prjónabúðinni)
Stærð: 1 árs

DSC_7558

DSC_7550