Snáðateppi fullgert

DSC_3064-2

Ég hef saumað teppi handa öllum börnunum mínum nýfæddum. Að vísu fékk Andrea sitt nokkurra mánaða gömul því þegar hún fæddist hafði ég ekki saumað bútasaum í mörg ár. Ég tók aftur (og all-rækilega) til við þá uppáhalds iðju mína rétt eftir að hún fæddist.

Litli snáðinn minn fæddist 2. apríl og ég náði að sauma teppi handa honum áður en hann mætti. Ég átti hins vegar alltaf eftir að blogga um það.

DSC_3067

Ég sá snið síðu Thimble Blossoms en eins og oftast fann ég bara út úr því hvernig ætti að sníða það. Ég fann efnin hjá Fat Quarter Shop (versla nánast öll mín efni þar) og pantaði feita pakkningu (Fat Quarter bundle) sem innihélt 12 fattara.

Ég ákvað að sníða í teppið fyrir framan sjónvarpið (fyrsta og eina skiptið sem ég hef gert það!) og sat eitt kvöldið ein að horfa og sníða. Þegar myndinni sem ég var að horfa á lauk áttaði ég mig á því að ég var búin að sníða og sníða… alla 12 fattarana eins og þeir lögðu sig og var komin með nóg í 6 barnateppi!! 🙂 – Það var því ekki annað í stöðunni en að sauma fleiri en eitt. Ég ákvað að sauma fjögur teppi en geyma smá afgang, nota hann kannski í tösku eða eitthvað slíkt. Ég þurfti auðvitað að panta meira af efnum í kantana og bakið. Ég kláraði alveg teppið hans snáða míns en á bara eftir að stinga hin þrjú. Þau eru alveg eins nema kantarnir eru allir öðruvísi. Sýni þau öll hér þegar ég er búin en hér er teppið hans snáða míns.

Snið: eiginlega ég sjálf en hér er hægt að finna svipað snið
Efni: Boy Toys frá Robert Kaufman fabrics
Stunga: ég sjálf

DSC_3080

DSC_3075

Snáðateppi 01

DSC_0023

 

Trackbacks

  1. […] bloggaði um teppið hans Dags fyrir tæpum tveimur árum en hin hafa verið lengur í vinnslu. Framhliðarnar kláruðust strax […]

join the conversation

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.