Snáðateppi

Snáðateppi 01

Eins og það er nú yfirleitt kósí að horfa á góðan þátt eða mynd í sjónvarpinu á meðan maður er að skera efni í nýtt teppi þá er það ekki alltaf neitt svakalega góð hugmynd!!!

Þar sem fjórða barn er komið langt á leið… lítill snáði (ég geri allt í mynstri, sauma, prjóna, hekla, barneignir… stelpa, strákur, stelpa strákur!!) er ekki seinna vænna að fara að huga að litlu strákalegu bútasaumsteppi. Ég pantaði því um daginn æðislega efnalínu sem heitir Boy Toys, frá Robert Kaufman. Tólf feitir fjórðungar (Fat Quarters) af dásamlega strákalegum… en ekki væmnum… retroefnum.

DSC_0023

Ég gat ekki beðið með að fara að skera í teppi og þar sem maðurinn minn var ekki heima þetta kvöld settist ég ein við sjónvarpið og skar og skar…. og skar…. þar til ég rankaði við mér og var búin að skera ALLA tólf fjórðungana!!! Ég var komin með nóg í sex barnateppi og átti engan afgang af efnunum!!

Hmm… jæja, ég mun þá a.m.k. ekki “sitja uppi með” efnin og ætla bara að sauma fjögur teppi (nóg af litlum snáðum í kringum mig) og nota svo kannski restina í skiptitösku eða eitthvað svoleiðis 🙂

Ég er byrjuð að sauma, set inn fleiri myndir þegar ég er búin!

Comments

  1. Þú ert svo mikill snillingur Berglind mín he he…… TeppIN verða örugglega rosa flott ef ég þekki þig rétt. Hvenær er svo von á snáða litla?

Trackbacks

  1. […] Ég ákvað að sníða í teppið fyrir framan sjónvarpið (fyrsta og eina skiptið sem ég hef gert það!) og sat eitt kvöldið ein að horfa og sníða. Þegar myndinni sem ég var að horfa á lauk áttaði ég mig á því að ég var búin að sníða og sníða… alla 12 fattarana eins og þeir lögðu sig og var komin með nóg í 6 barnateppi!! – Það var því ekki annað í stöðunni en að sauma fleiri en eitt. Ég ákvað að sauma fjögur teppi en geyma smá afgang, nota hann kannski í tösku eða eitthvað slíkt. Ég þurfti auðvitað að panta meira af efnum í kantana og bakið. Ég kláraði alveg teppið hans snáða míns en á bara eftir að stinga hin þrjú. Þau eru alveg eins nema kantarnir eru allir öðruvísi. Sýni þau öll hér þegar ég er búin en hér er teppið hans snáða míns. […]

join the conversation

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.