Campus peysa

DSC_0994

Þessa peysu ætlaði ég að prjóna upp á fæðingardeild (já ég veit… fjórða barn og maður heldur ennþá að maður hafi tíma til að prjóna upp á fæðingardeild!!!) en hún var svo fljótprjónuð að ég kláraði hana áður en við fórum uppeftir.

Ég var rétt í þessu að skella tölunum á hana. Nú er bara að “kjöta” litla kallinn upp svo hann fari að passa í hana 🙂

DSC_0962

DSC_0973

DSC_0988

DSC_0984

Peysan er prjónuð úr afgöngum af heklaða teppinu hans. Ég elska, dái og dýrka þettta garn!!

Bók: Cuddly Knits for Wee Ones
Uppskrift: Little man on campus, bls. 48
Stærð: 3 mánaða
Garn: Debbie Bliss Rialto DK
Prjónar: 4,5 mm og 5,5 mm

p.s. ef þið prjónið peysuna úr bókinni, þá eru nokkrar leiðréttingar hér. Ég skrifaði til forlagsins eftir miklar vangaveltur varðandi eitt atriði og höfundurinn, Lori, sendi mér leiðréttingarnar sjálf persónulega sem mér fannst mjög töff 🙂

DSC_1001

DSC_0997

DSC_0999

Comments

  1. Peysan er æði og flott að nýta afganga ná svona, svo er flott að hafa teppið og peysuna í stíl.
    Bestu kveðjur úr Borgarfirðinum

join the conversation

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.