Barnapeysa

DSC_2041

Ég vildi að ég gæti sagst hafa prjónað þessa peysu en það væri nú aldeilis óheiðarlegt af mér að gera það 🙂

Þessa dásamlegu ungbarnapeysu prjónaði Kristbjörg, mamma hennar Önnu, heimalingsins okkar… vinkonu Andreu. Hún gaf snáðanum okkar hana þegar hann fæddist og ég er búin að vera á leiðinni að skrifa um hana hér.

DSC_2046

Ofboðslega fallegt handverk og trétölurnar passa vel við. Því miður stækka ungarnir upp úr fötunum á korteri fyrstu vikurnar og ég náði ekki mynd af honum í henni… kannski ég reyni að troða honum í hana einu sinni enn til að ná mynd! 🙂

DSC_2051

Takk aftur fyrir okkur Kristbjörg!

Comments

  1. Fín peysa hjá þér.
    ER litli maðurinn kominn með nafn?
    knús,
    Edda

join the conversation

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.