Herðubreið

image
Ok, hafið þið ekki stundum lent í því að vera að prjóna, hekla eða sauma eftir uppskrift og skilja ekki baun í henni? Ég lendi stundum í þessu. Sjaldan gefst ég upp {kemur þó fyrir} en yfirleitt fæ ég viðkomandi uppskrift á heilann og í mig hleypur einhvers konar keppnisskap eins og ég ætli sko ekki að láta þessa uppskrift vinna MIG… veit hún {uppskriftin} ekki hver ÉG ER?!!!

Við fjölskyldan erum í bústað núna og Andreu langaði svo að prófa að hekla sjal. Herðubreið, í nýju hekl-bókinni hennar Tinnu, María heklbók, virtist einföld svo við fórum að velja garn í hana. Andrea valdi sér fallega liti í Álafosslopa og svo var brunað í bústað.

image

Það er skemmst frá því að segja að við erum búnar að klóra okkur endalaust í hausnum EN höfum ekki dáið ráðalausar. 3G nettenging og facebook komu til bjargar! Við fundum facebook síðu bókarinnar og erum búnar að fá velviljaða aðstoð beint frá höfundi 🙂 – þetta er allt að koma, við eigum bara eftir að klóra okkur fram úr “flétta lykkjubogana saman” en ég held að þessi uppskrift sé að verða búin að átta sig á að hún hefur tapað þessu stríði! 😀

image
Hér að ofan er mynd úr bókinni af sjalinu… já og einn pínulítill sokkur sem ég náði að prjóna á litla Dag á milli hekluorrusta 🙂

Comments

  1. Þetta er skemmtileg lesning – 🙂

join the conversation

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.