Dottin í það græna

05-28 - 14

Drottinn minn hvað ég get verið manísk stundum!

Pabbi og mamma eru með frekar græna fingur, pabbi veit fátt dásamlegra en að gramsa í mold með berum höndum, hreinsa beðin og slá grasið. Ég ólst upp við gasalega fínan garð sem þau hönnuðu sjálf og hvert strá var skipulagt. En mikið fannst mér þetta allt saman óspennandi og þegar ég heyrði í sláttuvélinni hjá pabba fékk ég fjörfisk í augað. Ég hefði aldrei látið mér detta í hug að ég fengi áhuga á garðvinnu!

En aldrei segja aldrei! Síðustu ár, sérstaklega eftir að við keyptum húsið okkar með garðinum sem því fylgdi, hef ég orðið grænni og grænni og þar sem ég geri aldrei neitt að hálfu leyti er nú svo komið að ég er farin að forsá ýmsum fræjum og áður en ég vissi af var ég fyrir tveimur vikum komin af stað með 15 tegundir af grænmeti!!

Hér er mynd af öllum fræpokunum… hvítt hnúðkál, rautt hnúðkál, rósinkál, klettasalat, basilika, minta, kóriander, tómatar, radísur, gulrætur, lavender blóm (má m.a.s. borða þau), vorlaukur, ertur (grænar baunir) og svo erum við líka komin með kartöflur, hvítlauk og rauðlauk….

10264317_10203689638099678_3391575966852241051_n

Ég er búin að setja erturnar og tómatana í potta og svo keypti ég þessa sniðugu potta undir kryddjurtirnar. Þeim má stafla upp í allt að fimm hæðir. Ég er líka búin að forsá hnúðkáli og rósinkáli sem eiga að fara út í beð í sumar. Næsta verk verður að fá kerru af mold og planta úti á palli í sérstökum ræktunarpokum restinni. Ég á örugglega eftir að drepa ykkur með myndum af hægt vaxandi grænmeti ef vel tekst til í sumar 🙂

14. maí: ertur, tómatar, basilika, kóríander, lavender og minta komin í potta. Hvítt og rautt hnúðkál og rósinkál komin í potta til forsáningar:

Ertur

05-14 - 1-2

05-14 - 2-2

Tómatar

05-14 - 6

Lavender í útipotti, setti líka í pott inni

05-14 - 5

Hvítt og rautt hnúðkál og rósinkál komið í forsáningu

05-14 - 3-2 05-14 - 4

17. maí: forsáðu fræjin byrjuð að kíkja upp, tók ekki nema þrjá daga!

05-17 - 3

05-17 - 1-2

05-17 - 2

28. maí (í dag): það sprettur allt upp á “ógnarhraða” – þarf að fara að “prikla” kryddjurtirnar, þ.e. grisja þær 🙂

05-28 - 1

05-28 - 2

Rautt hnúðkál (f. neðan)

05-28 - 5

Tómatarnir

05-28 - 16

05-28 - 15

Erturnar

05-28 - 14

Kryddjurta- og lavender pottarnir, talið að ofan og niður: Lavender; basilika, kóríander og minta

05-28 - 7

Kóríander

05-28 - 13

Mintan, pínulítil að kíkja upp úr

05-28 - 12

Arna alsæl með árangurinn

05-28 - 6

Annað sem mig langar líka til að sýna  ykkur er þetta stórkostlega sólblóm. Arna litla plantaði fræji á leikskólanum í vikunni fyrir páska. Eftir páska kom hún svo heim með blóm sem stóð um 10 cm upp úr afskorinni léttmjólkurfernu (var svo vitlaus að taka ekki mynd af því). Fljótlega fór blómið að vaxa á ógnarhraða (enda stofan eins og gróðurhús með þessum stóru suðurgluggum) og við fórum að umpotta og kaupa stærra prik til að styðja steratröllið! Það liðu ekki nema 2-3 vikur í viðbót og við urðum að kaupa enn einn stærri pottinn og enn lengra prik…. aðeins 5 dögum síðar varð ég að kaupa ENN lengra prik og nú er svo komið að blómið stendur rígmontið í stofunni, orðið rúmur metri á lengd og blómahausinn er byrjaður að myndast. Arna talar við blómið á hverjum degi en þarf núna tröppu til að sjá það. Við umgöngumst blómið líka eins og fimmta barnið á heimilinu, nærum það andlega og líkamlega og gætum þess dag og nótt… allt saman afar spennandi 🙂

Blómið kom til okkar af leikskólanum 28. apríl (var um 10 cm hátt), því miður gleymdist að taka mynd.

14. maí, búin að umpotta einu sinni og kaupa eitt nýtt og hærra prik:

05-14 - 1

05-14 - 2

05-14 - 3

17. maí, búin að umpotta aftur og kaupa enn stærra prik, blómið komið af saumavélaborðinu og niður á gólf:

05-17 - 1

28. maí, búið að kaupa ENN stærra prik (vonandi það síðasta) og blómið farið að mynda blómahausinn, Arna alsæl!! 🙂

05-28 - 1

05-28 - 2

05-28 - 3

05-28 - 4

Comments

  1. Þetta er bara snilld og hlakka ég til að njóta í sumar 🙂
    Örnu blóm verður flottasta sumarblómið í ár 🙂

    kveðja mamma

join the conversation

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.