Annar púði í viðbót

Mikið svakalega er búið að rigna hérna á höfuðborgarsvæðinu alla vikuna.

Ég á eftir að planta fræjum í plöntupoka úti á palli og svo bíða útipottarnir eftir sumarblómunum. Vandamálið er bara að ég nenni alls ekki að planta í rennblauta mold! En spáin virðist góð núna fyrir helgina og því ætla ég á eftir að skella mér í Bauhaus að kaupa sumarblómin. Eins gott að þau séu tilbúin þegar sólin fer loks að skína um helgina!! Hvar kaupið þið sumarblómin annars? Ég er búin að kíkja í bæði Blómaval og Garðheima en þar kostuðu t.d. Sólboðarnir um 1.200-1.300 krónur (og svo var að vísu 20% afsláttur kominn á blómin). Ég sá í vikunni auglýsingu frá Bauhaus þar sem Sólboðinn kostar 795! Ég keypti sumarblómin hjá þeim í hittiðfyrra og þau blómstruðu alveg svakalega vel (að vísu var það sumar algert metsumar hvað varðar sól og hita!).

Þessi mynd var tekin af blómunum 17. september 2012:

DSC_0964

 

Út úr saumaherberginu rann annars þessi púði í síðustu viku, einn í viðbót í hjónarúmið. Þetta er “tumbler” blokk. Það var gaman að sauma hana en enn skemmtilegra að gera stunguna. Verst að bakhliðin fór inn í púðann, hún kom svo skemmtilega út. Ég ætla að gera a.m.k. einn púða enn í rúmið, en er dálítið að vandræðast með hvernig hann eigi að vera… log cabin blokk, þríhyrningar, fjaðrir, sexhyrningar…. andinn hlýtur að koma yfir mig þegar ég fer að planta blómum 😉

Púði 10

Púði 8

Púði 5

Púði 1

Púði 13

Púði 12

Njótið helgarinnar,
Berglind

Comments

  1. Glæsilegir púðar hjá þér Berglind mín 🙂
    Blómapottarnir eru æðislega fallegir og vonandi verður sumarið gott fyrir
    blómin sem þú ætlar að fara að setja niður.

join the conversation

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.