Vöknuð!

DSC_4525

Geeiiiisp….. teygjjj…….

Já sæll!!!! 3 mánuðir!

Þetta var langt sumarfrí frá bloggi… frí sem teygði sig langt inn í haustið! Ég ætla ekki að þreyta neinn með upptalningu afsakana á því hvers vegna ég hef ekki bloggað í þrjá mánuði, það er bara svona „afþvíbara“… við horfum bara fram á við og höldum áfram þar sem frá var horfið

Sökum gríðarlegra veisluhalda í júlí og fram í ágúst tók ég langa (en alls ekki þarfa) pásu frá handavinnu en þess utan er ég búin að vera iðin; saumaði kjól á Örnu og peysu/blússu/topp (veit ekki alveg hvað á að kalla þetta stykki) á Andreu, hélt áfram með púða á hjónarúmið, gerði eina Swoon blokk í viðbót, kláraði röndótta lopapeysu á Andreu, prjónaði kertalogahúfu á Andreu, heklaði eina tusku (er það ekki í tísku núna?), kláraði eitt og hálft strákateppi (gamlar syndir) og er að prjóna lopapeysu á Davíð, aðra á Dag, sauma fleiri púða og…. (GLÍP!) ég er að fara á Löngumýri um helgina með Quiltbúðinni og fullt af hressum konum! – Af því tilefni er ég líka búin að skera í eitt barnateppi og skera í teppi fyrir Andreu mína en hún fær að koma með í ár í fyrsta sinn

Ég missti mig líka aðeins í efnakaupum í september, gat ómögulega haldið í mér lengur enda svo mikið af fallegum bleðlum í boði „þarna úti“ (veraldarvefnum).

Við sogumst nú lengra og lengra inn í haustið sem gleður mig mikið því ég elska haustið. Ég heyrði Sigríði Klingenberg segja í útvarpsviðtali um daginn að í árstíðarskiptum eins og sumar/haust yrði fólk yfirleitt svo þungt eitthvað…. ég veit bara ekkert hvað konan er að tala um, ég ELSKA sérstaklega þessi skipti. Á haustin fer ég í fimmta gír, vakna til lífsins og verð yfirleitt miklu orkumeiri (það að ég skuli vera að skrifa þessa bloggfærslu er einmitt lifandi sönnun þess). Það eru því bara spennandi tímar framundan.

Það er alltaf eitthvað að gerast í handavinnunni á Íslandi. Ný (ný gömul) búð í Hamraborg, Bútabær, var að opna eftir flutning frá Selfossi. Eruð þið búnar (æji, eru einhverjir strákar að lesa hérna?) að kíkja? Ég fór í fyrradag því ég var í klippingu í næsta húsi. Mér fannst þetta mest vera garn og svo eru einhver efni en flest þykist ég kannast við frá því verslunin var fyrir austan fjall… og ég held að þau séu flest frá síðustu öld (án gríns) eða aldamótum, hihihi… kannski mun það breytast! Alltaf gaman að fá nýjar handavinnubúðir á svæðið

Það er annars nóg að gera á heimilinu, við erum búin að umturna neðri hæðina og búin að rífa niður báðar svalirnar á efri hæðinni. Þegar farið var að mála eitt herbergið niðri og rífa (hroðalegar) flísar úr gluggunum kom í ljós svakalegur leki sem barst inn frá svölunum að ofan. Það var því ekkert annað í boði en að rífa svalirnar í burtu til að laga þetta… ég er að spá í að halda svalapartý fyrir nokkra vel valda aðila (hlæ hlæ)

Flestir fjölskyldumeðlimir eru að skipta um herbergi og unglingarnir eru að fá „ný“ uppfærð herbergi, svona „ekki-lengur-fimm-ára-herbergi“, þau þóttu ekki smart lengur. Þessu fylgir tilheyrandi vinna og rask en svona er lífið, þetta líður hjá á endanum… held ég… vonandi… hóst hóst……..

Ég læt hér fylgja nokkrar myndir nýjum efnum og púða í bígerð og set svo meira inn síðar, t.d. frá Löngumýri (GLÍP!)

Mig langar líka að deila með ykkur drepfyndinni (ég hló a.m.k. upphátt vel og lengi) bloggfærslu um iittala heilkennið sem ég las í gær, þið eruð kannski búnar að sjá þetta? Lesið þá bara aftur – þekkjum við ekki allar svona, eða ERUM við kannski bara allar svona? Ég ætla að fara fram og athuga hvað ég á marga límmiða!!!

Púði í vinnslu

efni (hjartað mitt tók aukaslag þegar ég sá þessi efni fyrst!): Up Parasol eftir Heather Bailey, 3″ ferningar (skornir 3,5″)

photo 1

photo 3

photo

Ný efni

Country Girls – frá Riley Blake – svoooo sææætttttt…..

DSC_4525

DSC_4528 DSC_4534

DSC_4530

DSC_4541

DSC_4540

DSC_4555

… já, og svona líta svalirnar hjá okkur út í augnablikinu… mæli ekki með kvöldstund á svölunum!! 🙂

10571958_10204557281710226_2938830366410484900_o

Góðar stundir
Berglind

Comments

  1. Skemmtilegt blogg frá þér Berglind mín – og ekki eyðileggur pistillinn um
    “Ittala heilkennið” – 🙂
    Hlakka til að sjá afraksturinn hjá ykkur Andreu eftir ferðina norður.
    Góða ferð og skemmtun 🙂

join the conversation

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.