Afmælisteppi 2

DSC_3105

Mamma mín varð 60 ára 7. maí s.l.  Fyrir nokkrum árum gaf ég henni teppi í afmælisgjöf, hálfklárað og tók það svo aftur til að klára það…. og hef ekki gert neitt í því síðan. Með nagandi samviskubit yfir þessu ákvað ég að nú skildi ég gefa henni fullklárað teppi í 60 ára afmælisgjöf.

DSC_3167

Ég var ekki lengi að ákveða efnin, línurnar frá Fig Tree Quilts eru algerlega hún og ég á fullt af feitum fjórðungum, þokkapökkum og lagkökum frá þeim. Ég hófst handa við að leita að sniði og rakst þá á fallegt snið á netinu. Ég nennti ekki að panta það og bíða eftir því svo ég rissaði upp sjálf snið eins líku því og ég gat.

DSC_3111

Teppið samanstendur af 20 blokkun en engin þeirra er úr eins efni, þó allt teppið sé úr sömu efnalínu. Ég notaði lagköku-pakkningu (Layer cake) frá Fig Tree en bútarnir í þeim eru 10″ x 10″ og passar einn bútur akkúrat fyrir eina blokk (það verður smá afgangur). Grunnurinn er antikhvítur og bakið er doppótt (að sjálfsögðu) flónelefni. Ég elska flónel í bakið og nota það eingöngu ef ég er að gera teppi sem á að kúra með.

DSC_3143

Mamma var í útlöndum daginn sem hún varð sextug en nokkrum dögum síðar hittumst við fjölskyldan og héldum “surprise” afmælisveislu fyrir hana. Ég bauð mömmu og pabba yfir í mat… bara svona hversdags… en það sem mamma vissi ekki var að hjá mér biðum við fjölskyldan, Guðjón bróðir með sína fjölskyldu og Sigrún systir mömmu. Mamma varð yfir sig hrifin og dagurinn varð hinn skemmtilegasti.

DSC_3087

Teppið sló í gegn! Mikið er alltaf gaman að gefa eitthvað handgert, sérstaklega þegar eigandinn er svona þakklátur 🙂

Snið: eiginlega ég sjálf en svipað snið heitir Jubilee
Efni: Fig tree quilts
Stunga: ég sjálf

DSC_3132

DSC_3162

DSC_3106

DSC_3092

DSC_3098

DSC_3113

DSC_3114

DSC_3154

 

Comments

 1. Þetta er svo stórkostlegt handverk hjá Berglind minni –
  Dagurinn var yndislegur sem þau héldu mér og kom svo á óvart og svo fékk ég einnig þessa yndislega fallegu gjöf.
  Takk fyrir mig 😀

 2. vá, ótrúlega fallegt teppi! og til hamingju með mömmuna.
  kv. Fríða

 3. Dóra Dís says:

  Þú ert snellingur væna mín !

 4. Teppið þitt er alveg svakalega fallegt! Og þú ert algjör snillingur í að stinga fríhendis. Svo er litavalið mjög flott hjá þér.

 5. Þú ert ótrúleg, og heppin mamma að fá svona glæsilega gjöf. Ég á eftir að sakna ykkur út í geym, þegar þið farið á Löngumýri, en svona er þetta stundum, maður getur ekki verið á tveimur stöðum í einu, en ég fæ ekki SMS frá ónefndum stað á leðinni norður. Knús í hús.

join the conversation

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.