Afmælisteppið hennar Brynju

DSC_6688

Gleðituskurnar mínar eru sex hressar konur… og ég… sem sagt, sjö konur á alls konar aldri.

Við erum búnar að vera að “deita” í… tja…. hugs hugs…. mörg ár, nokkrar byrjuðu á undan hinum en við allar sjö höfum verið saman síðan 2004 og haft það mjög gaman og huggulegt. Við höfum átt saman fullt af sauma- (og síðustu ár prjóna- og heklu-) stundum, bústaðaferðum og öðru á þeirri línunni.

Allar eigum við það sameiginlegt að eiga einhvern tíma stórafmæli! — og þegar ein á stórafmæli í vændum gerum við hinar nokkuð ljótt — við leggjum hana í einelti, skiljum hana útundan og hittumst mörgum sinnum án hennar til að sauma saman afmælisteppi! Sem sagt rosa gaman 🙂

Ferlið er yfirleitt þannig að við ákveðum mynstur og liti. Síðan deilum við blokkunum á milli okkar, saumum hver okkar blokkir (yfirleitt fjórar til sex blokkir á konu) og síðan hittumst við og saumum blokkirnar saman saman (þið eruð að ná þessu “saman saman” er það ekki? :))

Jæja, tvær áttu stórafmæli á síðasta ári, Helga sem varð 70 ára í október og Brynja sem varð 60 ára í desember.

Hér eru myndir af teppinu sem við gáfum Brynju. Sniðið er Flower Girl frá Thimble Blossoms (Camille Roskelley úr Bonnie and Camille tvíeykinu sem gerðu m.a. Swoon teppið sem ég dái og dýrka… doldið flókið ég veit). Teppið er 200 x 240 cm og var stungið af Halldóru í Garnbúðinni Gauju

Alltaf gaman að koma vinkonum á óvart 🙂

DSC_6687

DSC_6565

DSC_6698

DSC_6578

DSC_6581

DSC_6579

Comments

  1. Rosalega bjart og fallegt teppi sem Brynja hefur fengið 🙂
    Dagur tekur sig vel út á því og saknar þess örugglga að hafa ekki teppið lenur.

    kv. ma

join the conversation

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.