Saumatöskur

DSC_9243

Ég var búin að lofa að sýna afrakstur síðustu daga í vikulok og hér er það fyrsta sem ég er búin að klára í vikunni (búin að bíða doldið spennt eftir að sýna þessar).

DSC_9271

Þessar töskur geta verið saumatöskur, pennaveski, snyrtibuddur eða hvað sem er en nákvæmlega þessar hérna eru saumatöskur (m.a.s. lítill nálapúði í öðru ystu hólfanna).

DSC_9273

Ég sá þessar töskur fyrst á einu af mínum uppáhaldsbloggum, Crazy Mom Quilts. Þetta var svona “VERÐ að gera svona” augnablik 🙂 — svo ég dreif mig yfir á síðuna þar sem hægt er að kaupa sniðið og vá hvað ég elska þessi pdf snið… þau eru komin í tölvupósthólfið innan nokkurra sekúndna og maður getur strax hafist handa.

DSC_9290

Ég hélt samt aðeins í mér og tók efni í töskurnar með í saumabústaðinn með Gleðituskunum. Ég komst langt með þær í bústaðinum en síðan kom ég heim og trylltist í saumaherberginu. Þær hafa því legið út í stofuhorni greyjin og beðið eftir því að ég tæki þær aftur upp til að klára þær.

DSC_9276

DSC_9283

Ég er svo ánægð með þær að ég er búin að kaupa nokkra rennilása í viðbót og er byrjuð að skera í fleiri svona skjóður. Þessa rauðu ætla ég að eiga sjálf en Andrea fékk að velja og valdi þá bláu. Það er alveg ótrúlegt hvað kemst mikið dót í töskurnar — mín leysir nánast af hólmi stóra ál-saumaboxið mitt!!

DSC_9253

DSC_9303

Vonandi verður svo almennilegt ljósmyndaveður á morgun því þá ætla ég að taka myndir af næsta verkefni

DSC_9310

DSC_9312

Eigið góðan föstudag (og svo er aftur komið frí!)
Berglind

Vorhreingerning

DSC_9076

LOKSINS er ég búin að taka saumaherbergið í gegn!!

Vá! Ég hélt þetta yrðu svona tveir til þrír dagar en NEI!!! ÞRJÁR VIKUR takk fyrir… ég er ekki viss um að ég hefði byrjað á þessu ef ég hefði vitað það fyrirfram hve mikil vinna lægi í þessu EN jesús Pétur hvað herbergið er orðið dásamlegt (aftur)!!

Það fóru fjórir svartir stórir ruslapokar út úr herberginu og ég get ekki með nokkru einasta móti skilið hvernig innihald þeirra komst fyrir (nema kannski á gólfinu í pokum, körfum, pökkum og pinklum, hóst hóst). Að auki fór sem nemur þremur svörtum pokum í viðbót í Góða hirðinn, Ljósið, skólann hjá Andreu og Davíð og í leikskólann hennar Örnu. Nú get ég andað léttar í herberginu því það er búið að þrífa hvern einasta krók og kima (ég þreif næstum því hverja nál!!) og ég er ekki frá því að sálin sé hreinni (það er svo sáluhreinsandi að losa sig við dót öðru hvoru) 🙂

DSC_9107

DSC_9108

Enn einn ávinningurinn við að hleypa tiltektar-hvirfilbyl inn til sín er að nú er ég orðin full af innblæstri og andagift og langar helst að dvelja í herberginu öllum stundum að sauma og sauma og sauma. Það eru fullt af verkefnum komin undir nálina og verður afraksturinn birtur hér í vikunni.

Þangað til, nokkrar myndir úr herberginu

Gleðilega páska!

DSC_9109

Afgangakassarnir

DSC_9110

DSC_9134 DSC_9136

Þessi bóka-/tímaritahilla leysti mikið pláss-vandamál. Fæst í Línunni.

DSC_9106

DSC_9077

DSC_9081

DSC_9092

DSC_9083

DSC_9085

DSC_9096

DSC_9093

Hörefnin mín:
DSC_9098

Andrea fékk eina hillu líka undir efnin sín og saumakassann 🙂

DSC_9100

DSC_9090

Þennan fallega espresso bolla fékk ég að gjöf frá Íslenska bútasaumsfélaginu þegar ég hætti í stjórninni

DSC_9091

Þessa skemmtilegu skó fékk ég frá eiginmanninum í jólagjöf um árið eftir að ég hafði séð þá á enskri 60’s blogsíðu — Þeir fara sko ekki í skóhilluna, hver segir að það megi ekki skreyta með skóm og efnum? 🙂

DSC_9087

DSC_9073

 

Marsmánuður

Ja hérna, næstum mánuður síðan ég setti efni á síðuna!

Ég er búin að eiga svakalega góða en afar afar upptekna daga undanfarið. Hér er brot af því sem ég hef verið að gera, ég blogga svo betur um hvert fyrir sig síðar. Hvar skal byrja?

Við fórum í helgarferð til Berlínar um miðjan mánuðinn. Ég ELSKA Berlín. Búin að koma þangað tvisvar og á eftir að sjá og skoða svo margt til viðbótar. Gott að eiga eitthvað eftir 🙂

DSC_7837

DSC_7852

DSC_7838

DSC_7910

Helgina eftir Berlín var komið að árlegri sumarbústaðaferð Gleðitusknanna (saumaklúbbsins míns)

DSC_8088

DSC_8043

DSC_8045

Þegar ég kom heim úr bústaðinum með allt dótið mitt (það er nú ekki aldeilis lítið sem ein kona þarf með sér af dóti, eins og maður verði uppiskroppa með verkefni!) gat ég ekki hugsað mér að ganga aftur frá því inn í saumaherbergi. Herbergið var orðið gjörsamlega yfirtroðið af drasli og ryki svo í staðinn fyrir að ganga frá dótinu mínu einhvers staðar fékk ég kast og henti öllu út úr herberginu, ýkt glöð með að nú skildi svo tekið til hendinni!! Ég var ekki lengi að sjá eftir þessu, haha… en það breytir því ekki að í þessa vinnu þurfti að fara! Dótið hefur meira og minna setið á ganginum síðan því það virðist eiginlega aldrei vera almennileg stund aflögu til að klára þetta verkefni. Hugsunin um fallegt hreint og fínt saumaherbergi og að setjast niður og taka fyrsta sauminn heldur mér þó gangandi… nú skal sko hent og hreinsað, skúrað og skrúbbað!! Set inn myndir þegar ég verð búin 🙂

Saumaherbergið tekið í gegn

Síðustu helgi fórum við Andrea mín til Neskaupsstaðar. Þar var haldið Íslandsmeistaramót í Krakkablaki, 3. og 5. flokkur. Andrea og hinar stelpurnar í Stjörnunni gerðu sér lítið fyrir og sigruðu sinn flokk (4. stig) og urðu taplausar, Íslandsmeistarar. Ekkert smá skemmtileg helgi hjá okkur mæðgum! Veðrið á Neskaupsstað (var að koma þangað í fyrsta sinn) var líka sjúklega gott!! Þvílík fegðurð þarna!

DSC_8388

DSC_8390

DSC_8275

Og þá er það vikan framundan, Dagur litli verður lítill afmælisDagur 2. apríl, 1 árs gamall — mér finnst hann auðvitað hafa fæðst fyrir korteri!

DSC_6446

Á prjónunum og nálinni

DSC_7345

Krummapeysa eftir Dagbjörtu í Litlu prjónabúðinni. Ég er búin að heyra svo margar dásemdarsögur um lamaullina sem hægt er að nota í stað léttlopans [þó mér finnist léttlopinn frábær] — ég prjónaði þessa peysu á Dag litla sem verður 11 mánaða eftir 2 vikur. Þessi ull er svakalega mjúk og áferðin ekki ósvipuð og í léttlopanum, þ.e. mött og loðin 🙂 — ég á bara eftir að ganga frá endum og þvo peysuna.

DSC_7357

Svo er ég að vinna að þessu jarðaberjateppi handa Örnu (5) [nei, ég saumaði það ekki á Singer vélina, bara þykjast fyrir myndatökuna :)]. Dóra Dís vinkona er búin að nota þessar jarðaberjablokkir í drasl og döðlur og ég bara varð að prófa enda á ég svo mikið af fallegum bleikum og rauðum efnum. Það er svakalega gaman að sauma þessar blokkir [sniðug aðferð við þetta græna] en þær koma úr teppinu Strawberry Social frá Pattern Basket. Það kom enginn eigandi til greina nema Arna því frá því hún gat talað hefur hún verið með jarðaber á heilanum. Þegar hún fer í bað útbýr hún þessa líka fínu jarðaberjasúpu [úr vatni og sápu!] sem allir fjölskyldumeðlimir verða að “gæða” sér á og í eftirrétt fáum við jarðaberjate. Hún er líka alltaf að biðja okkur um að hafa alvöru jarðaberjasúpu í matinn, hahaha, ég hafði ekki einu sinni haft hugmyndaflug í að til væri jarðaberjaSÚPA en á endanum gúgglaði ég það og það eru fullt af jarðaberjasúpu-uppskriftum til þarna úti, flestar bornar fram kaldar — finnst það ekkert voðalega girnilegt en maður veit aldrei… 🙂

DSC_7360

DSC_6528

Afmælisteppið hennar Brynju

DSC_6688

Gleðituskurnar mínar eru sex hressar konur… og ég… sem sagt, sjö konur á alls konar aldri.

Við erum búnar að vera að “deita” í… tja…. hugs hugs…. mörg ár, nokkrar byrjuðu á undan hinum en við allar sjö höfum verið saman síðan 2004 og haft það mjög gaman og huggulegt. Við höfum átt saman fullt af sauma- (og síðustu ár prjóna- og heklu-) stundum, bústaðaferðum og öðru á þeirri línunni.

Allar eigum við það sameiginlegt að eiga einhvern tíma stórafmæli! — og þegar ein á stórafmæli í vændum gerum við hinar nokkuð ljótt — við leggjum hana í einelti, skiljum hana útundan og hittumst mörgum sinnum án hennar til að sauma saman afmælisteppi! Sem sagt rosa gaman 🙂

Ferlið er yfirleitt þannig að við ákveðum mynstur og liti. Síðan deilum við blokkunum á milli okkar, saumum hver okkar blokkir (yfirleitt fjórar til sex blokkir á konu) og síðan hittumst við og saumum blokkirnar saman saman (þið eruð að ná þessu “saman saman” er það ekki? :))

Jæja, tvær áttu stórafmæli á síðasta ári, Helga sem varð 70 ára í október og Brynja sem varð 60 ára í desember.

Hér eru myndir af teppinu sem við gáfum Brynju. Sniðið er Flower Girl frá Thimble Blossoms (Camille Roskelley úr Bonnie and Camille tvíeykinu sem gerðu m.a. Swoon teppið sem ég dái og dýrka… doldið flókið ég veit). Teppið er 200 x 240 cm og var stungið af Halldóru í Garnbúðinni Gauju

Alltaf gaman að koma vinkonum á óvart 🙂

DSC_6687

DSC_6565

DSC_6698

DSC_6578

DSC_6581

DSC_6579

Swoon heldur áfram

Jæja, samkvæmt blogginu hef ég ekkert sett hér inn síðan 15. október!

Ég sit samt ekkert auðum höndum 🙂 – ég er búin að vera að prjóna peysu á Davíð (bráðum 10 ára), alveg eins og peysuna hans Dags litla. Davíð vildi að hann og litli bróðir hans ættu eins peysur (sætur!)

DSC_4968

Svo er ég búin að sauma tvær Swoon blokkir í viðbót. Þær eru risastórar (61 cm) – svo stórar að það er eins og að sauma lítinn dúk að sauma eina blokk. Fjórar komnar, fimm eftir – ég er svoooo ánægð með efnin og mér finnst þau koma dásamlega vel út með þessu mynstri.

DSC_4966

Það urðu smá mistök í skurðinum á þessari blokk… sést það?!! 🙂  –  Ég skar óvart tveimur of margar í stærðinni 3,5″ í stað 3 og 7/8″. Nú voru góð ráð dýr því ekki átti ég meira efni, nema smá ræmu sem varð í afgang. Það var því ekkert í stöðunni annað en að sauma viðbót við þessar 3,5″, þetta er jú bútasaumur ekki satt?! 🙂

DSC_4969

Fyrsta blokk

DSC_4974

Önnur blokk

DSC_4972

Þriðja blokk (ég elska þessa!!)

DSC_4971

Fjórða blokk (mistakablokkin)

DSC_4973

Og þá er það áfram með heimilishald, þvott og kvöldmatarpælingar… en það er allt í lagi því í kvöld ætla ég með Andreu (11) ballerínunni minni í Hörpuna að sjá St. Petersburg balletinn sýna Svanavatnið – Jesús, það sem ég er spennt enda hef ég aldrei séð “alvöru” balletsýningu!! Í hverju á ég að vera? Einhverju samanbútuðu?!!! 😀

Swoon frh

Blokk 2

Blokk #2 er tilbúin… það er auðvelt að verða háður 🙂

Blokk 2-2

Swoon – yfirlið

DSC_4001

Jeiii! Ég er búin með fyrstu Swoon blokkina mína!! 🙂

Fyrir þau ykkar sem vita ekkert hvað ég er að tala um þá er algert Swoon æði í gangi í quilt-bloggheimum. Swoon sniðið er hannað af Camille Roskelley. Camille og mamma hennar, Bonnie eru teymið á bakvið Bonnie and Camille hönnunina. Þær eru ótrúlega flottir efnahönnuðir sem hafa hannað guðdómlegar línur eins og þessar.

Auk þess er hvor þeirra með eigin bloggsíðu. Síðan hennar Bonnie heitir Cotton Way. Ég er nýbyrjuð að skoða hana en ég er alveg húkkt á síðunni hennar Camille, Simplify. Þvílíkir litir, þvílík snið og þvílík afköst hjá þessari konu! Húsið hennar er GEÐVEIKT og einhvern veginn virðist allt sem rennur undan henni fullkomið… ef þið hafið t.d. gaman af “fyrir og eftir” myndum skuluð þið ekki sleppa að skoða þessar myndir, ég er viss um að þið eigið eftir að slefa yfir muninum!

Camille er líka snillingur í að hanna snið og er með þau til sölu hér, bæði á pappírsformi og pdf formi (þá þarf ekki að bíða eftir sniðinu, bara panta, prenta og byrja!)

Eitt af hennar nýjustu sniðum heitir Swoon – sem þýðir yfirlið {skiljanlega} – það er algerlega búið að slá í gegn og alls staðar sér maður sniðinu bregða fyrir á quilt-bloggsíðum. Það er líka búið að stofna nokkrar Swoon grúppur á Flickr þar sem áhugasamar saumakonur (og einstaka karl) setja inn myndir af blokkunum sínum um leið og þær sauma þær. Auðvitað eru þær misfallegar en sniðið er bara svo mikil snilld og gaman að sjá ýmsar útgáfur (blokkirnar hennar Camille finnast mér samt einar þær flottustu).

DSC_3954

Ég keypti geggjaðan efnapakka um daginn sem inniheldur 15 “fattara” (Fat Quarter = 18″ x 22″ bútur) og bætti svo við þremur bútum úr safninu mínu því í eitt Swoon teppi þarf 18 fattara. Eftir að hafa horft á efnin ofan á strauborðinu mínu í þó nokkurn tíma hófst ég loks handa við að strauja, skera og sauma. Blokkirnar eru RISA stórar (24″ = 61 cm) og ekki nema 9 stykki í öllu teppinu {teppið er 84″ x 84″ = 213 x 213 cm að stærð}.

DSC_3950

Hér er fyrsta blokkin mín (svo ótrúlega glöð með hana!! :)) – hinar koma inn á bloggið um leið og ég sauma þær!

DSC_4002

 

 

Snáðateppi fullgert

DSC_3064-2

Ég hef saumað teppi handa öllum börnunum mínum nýfæddum. Að vísu fékk Andrea sitt nokkurra mánaða gömul því þegar hún fæddist hafði ég ekki saumað bútasaum í mörg ár. Ég tók aftur (og all-rækilega) til við þá uppáhalds iðju mína rétt eftir að hún fæddist.

Litli snáðinn minn fæddist 2. apríl og ég náði að sauma teppi handa honum áður en hann mætti. Ég átti hins vegar alltaf eftir að blogga um það.

DSC_3067

Ég sá snið síðu Thimble Blossoms en eins og oftast fann ég bara út úr því hvernig ætti að sníða það. Ég fann efnin hjá Fat Quarter Shop (versla nánast öll mín efni þar) og pantaði feita pakkningu (Fat Quarter bundle) sem innihélt 12 fattara.

Ég ákvað að sníða í teppið fyrir framan sjónvarpið (fyrsta og eina skiptið sem ég hef gert það!) og sat eitt kvöldið ein að horfa og sníða. Þegar myndinni sem ég var að horfa á lauk áttaði ég mig á því að ég var búin að sníða og sníða… alla 12 fattarana eins og þeir lögðu sig og var komin með nóg í 6 barnateppi!! 🙂 – Það var því ekki annað í stöðunni en að sauma fleiri en eitt. Ég ákvað að sauma fjögur teppi en geyma smá afgang, nota hann kannski í tösku eða eitthvað slíkt. Ég þurfti auðvitað að panta meira af efnum í kantana og bakið. Ég kláraði alveg teppið hans snáða míns en á bara eftir að stinga hin þrjú. Þau eru alveg eins nema kantarnir eru allir öðruvísi. Sýni þau öll hér þegar ég er búin en hér er teppið hans snáða míns.

Snið: eiginlega ég sjálf en hér er hægt að finna svipað snið
Efni: Boy Toys frá Robert Kaufman fabrics
Stunga: ég sjálf

DSC_3080

DSC_3075

Snáðateppi 01

DSC_0023

 

Afmælisteppi 2

DSC_3105

Mamma mín varð 60 ára 7. maí s.l.  Fyrir nokkrum árum gaf ég henni teppi í afmælisgjöf, hálfklárað og tók það svo aftur til að klára það…. og hef ekki gert neitt í því síðan. Með nagandi samviskubit yfir þessu ákvað ég að nú skildi ég gefa henni fullklárað teppi í 60 ára afmælisgjöf.

DSC_3167

Ég var ekki lengi að ákveða efnin, línurnar frá Fig Tree Quilts eru algerlega hún og ég á fullt af feitum fjórðungum, þokkapökkum og lagkökum frá þeim. Ég hófst handa við að leita að sniði og rakst þá á fallegt snið á netinu. Ég nennti ekki að panta það og bíða eftir því svo ég rissaði upp sjálf snið eins líku því og ég gat.

DSC_3111

Teppið samanstendur af 20 blokkun en engin þeirra er úr eins efni, þó allt teppið sé úr sömu efnalínu. Ég notaði lagköku-pakkningu (Layer cake) frá Fig Tree en bútarnir í þeim eru 10″ x 10″ og passar einn bútur akkúrat fyrir eina blokk (það verður smá afgangur). Grunnurinn er antikhvítur og bakið er doppótt (að sjálfsögðu) flónelefni. Ég elska flónel í bakið og nota það eingöngu ef ég er að gera teppi sem á að kúra með.

DSC_3143

Mamma var í útlöndum daginn sem hún varð sextug en nokkrum dögum síðar hittumst við fjölskyldan og héldum “surprise” afmælisveislu fyrir hana. Ég bauð mömmu og pabba yfir í mat… bara svona hversdags… en það sem mamma vissi ekki var að hjá mér biðum við fjölskyldan, Guðjón bróðir með sína fjölskyldu og Sigrún systir mömmu. Mamma varð yfir sig hrifin og dagurinn varð hinn skemmtilegasti.

DSC_3087

Teppið sló í gegn! Mikið er alltaf gaman að gefa eitthvað handgert, sérstaklega þegar eigandinn er svona þakklátur 🙂

Snið: eiginlega ég sjálf en svipað snið heitir Jubilee
Efni: Fig tree quilts
Stunga: ég sjálf

DSC_3132

DSC_3162

DSC_3106

DSC_3092

DSC_3098

DSC_3113

DSC_3114

DSC_3154